Íslenska Fánasaumastofan - Sandi - 565 Hofsós

453 7366 fani@fani.is

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Í YFIR 40 ÁR

Íslenska fánasaumastofan hefur verið starfandi á Hofsósi síðan árið 1972 en þá var hún flutt frá Akureyri, þar sem hún hafði verið starfrækt um árabil. Svanhildur Guðjónsdóttir sá um rekstur fyrirtækisins til ársins 1997 en þá keyptu bræðurnir Valgeir, Sigurður og Þórhallur Þorvaldssynir, fyrirtækið. Til ársins 2011 var starfsemi saumastofunnar á efri hæð í húsnæði Kaupfélags Skagfirðinga við Suðurbraut en varð frá að hverfa þegar eldur kom upp í verslun á neðri hæð hússins. Var starfsemin því flutt í gamla kaupfélagshúsið við höfnina en þar er Vesturfarasetrið einnig til húsa.

VIÐ SAUMUM FÁNA

Á Íslensku fánasaumastofunni er íslenski þjóðfáninn og ríkisfáninn saumaður. Þá eru einnig saumaðar fánaveifur, fánar norðurlandanna og margra annarra landa.

FÁNAR

Íslenska fánasaumastofan er eina fyrirtækið á Íslandi sem saumar íslenska fánann. Allir fánar eru saumaðir eftir ströngustu reglum er varða liti, stærð og hlutföll.

VEIFUR

Fánaveifur fást í mörgum stærðum, allt eftir því hvað þér hentar.

Services

Hafðu samband

Við sendum hvert á land sem er og víðar ef þess er óskað. Nánari upplýsingar um vörur og þjónustu er hægt að fá í síma 453 7366 eða senda póst á fani@fani.is Um daglegan rekstur fyrirtækisins sér Guðrún og er hún í síma 893 0220.

Sendu okkur tölvupóst